fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Segja að hnetusmjör geti valdið næsta heimsfaraldri

Pressan
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 07:30

Hnetusmjör gæti valdið næsta heimsfaraldri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnetusmjör gæti komið við sögu ef, og væntanlega þegar, næsti heimsfaraldur skellur á. Ástæðan er að við framleiðslu á hnetusmjöri er pálmaolía notuð.

Framleiðsla á pálmaolíu og fleira hafa leitt til þess að mjög hefur verið gengið á skóglendi og það getur leitt til þess að sjúkdómar berist úr dýrum í menn.

Mirror segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Frontiers in Veterinary Science, þá séu sterk tengsl á milli heimsfaraldra og eyðingar skóglendis.

Þegar skógum er eytt neyðast dýrin, sem þar búa, til að leita sér að nýjum heimkynnum sem eru þá oft nær bústöðum manna. Þetta getur aukið líkurnar á að sjúkdómar berist úr dýrum í menn eins og talið er að hafi gerst þegar COVID-19 kom upp á kjötmarkaði í Wuhan í Kína síðla árs 2019.

Ein af helstu ástæðunum fyrir skógareyðingu er vinnsla pálmaolíu sem er í pálmatrjám. Olían er notuð við framleiðslu margvíslegra afurða, þar á meðal snyrtivara, þrifaefna og hnetusmjörs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur