Kæru vinir!
Nú er komið að því að kynna til leiks þjálfarateymi meistaraflokks karla!
Stjarnan hefur ákveðið að ráða þá Björn Berg Bryde og Elías Hlyn Lárusson í teymið. Elite þjálfun mun sjá um styrktarþjálfun mfl. karla á komandi tímabili. Þór Sigurðsson er fluttur til Spánar til þess að einbeita sér að Doktorsnámi sínu. Þór mun vera félaginu áfram innan handar er snýr að greiningum og fleira. Þór hefur gert rosalega öfluga hluti fyrir liðið og á mjög stóran þátt í því sem við höfum verið að gera og hvar liðið er statt í dag.
Björn Berg þarf ekki að kynna fyrir okkur Stjörnufólki og verður spennandi að fylgjast með honum í nýju hlutverki:
“Ég er mjög spenntur fyrir því að koma inn í frábært þjálfarateymi Stjörnunnar
Auðvitað erfið ákvörðun að stíga út úr leikmannahópnum eftir öll þessi ár en ég hef fundið fyrir miklum stuðningi innan Stjörnunnar sem spilaði stóran þátt í þessarri ákvörðun.
Að mínu viti erum við með einstakan hóp í höndunum sem getur farið ennþá lengra. Það er mikil vinna framundan en ég er fullviss um það að við séum með leikmannahópinn, þjálfarana, umgjörðina, stjórnina og að sjálfsögðu stuðningsfólkið til að taka næsta skref.
Ég hlakka mikið til að hefjast handa og hjálpa félaginu að komast á þann stað sem það á heima.” segir Björn Berg Bryde um hlutverkaskiptin.