Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leita nú af sér allan grun um ísbjarnarferðir á Langjökli. Vísir greinir frá en Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir leitina. Kemur fram að ábendingar hafi borist um fótspor á jöklinum sem hafi minnt á ísbjörn og því var ákveðið að hefja leit sem fer fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar auk þess sem lögregluþjónn er með í för. Samkvæmt Vísi er leitin enn í gangi.
Ólíklegt er þó talið að ísbjörn haldi til á jöklinum en um öryggisráðstöfun sé að ræða.