fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Maður frá Egilsstöðum sakaður um manndrápstilraun við Faxafen

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 16:30

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á þrítugsaldri, frá Egilsstöðum, er sakaður um manndrápstilraun og sérstaklega hættulega líkamsárás vegna atviks sem átti sér stað á nýársnótt 2022.

Í ákæru héraðssaksóknara er lýst árásum mannsins með hníf innandyra í húsnæði við Faxafen. Vegna árásar á annan manninn er ákært fyrir tilraun til manndráps, en í ákæru segir:

„Tilraun til manndráps, með því að hafa veist að V, kt. , og ítrekað lagt til hans með hnífi í búk og útlimi, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut sár vinstra megin á brjóstholi sem náði inn að millirifjavöðvum, sár hægra megin á kvið sem fór inn í kviðarhol með útbungandi kviðarholsinnihaldi, 4 cm langt skurðsár yfir réttihaft hægri úlnliðar með skurðáverka á réttisinar 2., 3., 4. og 5. fingurs, á minni bláæðar og á handarbaksgrein ölnartaugar og tvö sár á aftanvert hægra læri.“

Hinn ákærði réðst á annan mann með hnífi og skilgreinir héraðssaksóknari þann verknað sem sérstaklega hætulega líkamsárás:

„Sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að E, kt. , og ítrekað lagt til hans með hnífi í búk og útlim, með þeim afleiðingum að hann hlaut sár hægra megin á brjósti, sár vinstra megin á kvið og á innanverðum hægri upphandlegg sem í báðum tilfellum fóru í gegnum húð og undirhúðarvef, sár hægra megin á brjósti og tvö skurðsár vinstra megin á kvið.“

Maðurinn sem varð fyrir manndrápstilrauninni krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur en hinn maðurinn krefst 3,5 milljóna.

Réttað verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 23. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur