Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, mun á morgun opinbera hvaða leikmenn verða í hópnum sem mætir Slóvakíu og Portúgal síðar í mánuðinum.
Um er að ræða leiki í undankeppni EM 2024. Strákarnir okkar mæta Slóvakíu 16. nóvember og Portúgal þremur dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram ytra.
Nokkuð ljóst er að íslenska liðið fer ekki í lokakeppni EM í gegnum undanriðilinn og má því horfa á leikina sem undirbúning fyrir umspil Þjóðadeildarinnar um sæti á EM í mars.
Leikmannahópur A landsliðs karla fyrir komandi nóvember-leiki í undankeppni EM 2024 verður opinberaður á miðvikudag. Íslenska liðið leikur útileiki gegn Slóvakíu 16. nóv og gegn Portúgal 19. nóv. ⚽️🇮🇸 pic.twitter.com/GI1B0mwmQR
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 7, 2023