David De Gea fagnar 33 ára afmæli sínu í dag en hann er áfram án félags eftir að Manchester United henti honum út í sumar.
De Gea hafði verið í tólf ár hjá United en Erik ten Hag vildi losna við hann og sótti Andre Onana.
Manchester United óskaði De Gea til hamingju með afmælið á samfélagsmiðlum.
Stuðningsmenn United hafa margir hverjir kallað eftir því að United sæki De Gea aftur og fái hann til að keppa við Onana.
De Gea hefur mikið verið í Manchester undanfarnar vikur og hefur endurkoma verið rædd í enskum blöðum.
Stuðningsmenn United hafa verið ósáttir með innkomu Andre Onana sem hefur verið í vandræðum innan vallar.
We hope you have a brilliant day, @D_DeGea! 🙌#MUFC pic.twitter.com/alZfTtm3zb
— Manchester United (@ManUtd) November 7, 2023