fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Rapparinn með nokkur vel valin orð um nýjasta útspil leikkonunnar – „Jesús, hvað ætlar þessi kona að segja okkur næst?“

Fókus
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 13:57

Rick Ross/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Rick Ross er búinn að fá sig fullsaddan á leikkonunni Jada Pinkett Smith. Þessu kom hann skýrt á framfæri við viðtali við Rolling Stone þar sem hann var spurður út nýlega ævisögu Jada og kynningarstarfið tengt henni. Telur hann að leikkonan ætti að leggja bókaskrif á hilluna, leita sér aðstoðar hjá fagmanni og hætta að básúna einkalífi sínu til fólk sem engan áhuga hafi á að heyra um það.

„Ég get ekki sagt að ég sé sammála Jada Pinkett. Fyrir mér virkar hún andlega týnd og hún þarf greinilega að leita sér aðstoðar. Jesús, hvað ætlar þessi kona að segja okkur næst? Svona fyrst hún er búin að segja okkur að hún og maður hennar skildu að borði og sæng fyrir sex árum, hversu mörg ár það eru síðan hún stundaði kynlíf og að hún hafi ekki skrifað undir kaupmála. Hvað stendur eftir?“

Ross nýtti líka tækifærið og gagnrýndi bókina. Sagðist hann hafa frétt að bókin hafi boðið afhroð í sölu sem ætti að senda leikkonunni skýr skilaboð um að enginn hafi áhuga á því sem hún segir.

„Öllum er sama. Þetta virðist hún ekki skilja. Stundum, sem frægur einstaklingur, getur maður misst tengingu við raunveruleikann.“

Jada greindi frá því í bókinni að hún og eiginmaður hennar, Will Smith, hafi skilið að borði og sæng fyrir sex árum og slitið þá samvistum. Þau ætli þó ekki að sækjast eftir lögskilnaði enda sé þeim enn hlýtt hvort til annars.

Ross segir að hjónin séu bæði veruleikafirrt. Þau séu bara engan vegin eins fræg og þau haldi og geti ekki endalaust verið að skreyta sig með gömlum verkum. Vísaði hann sérstaklega til þess að Jada talar mikið um samband hennar og rapparans heitins TuPac Shakur, og eins hafi leikkonan játað að hafa sængað hjá besta vini sonar síns.

„Þú reiðst besta vini sonar þíns. Þú segir að sonur þinn hafi kynnt þig fyrir hugvíkkandi efnum. Hvað gæti mögulega komið frá þér næst? Til að vera alveg hreinskilin þá er öllum drull. Ég hef engan áhuga á því að vita hvort Tupac fékk blettaskalla. Jada, ég elska þig, en sestu niður og slakaðu á.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“