Anthony Taylor mun dæma stórleik Chelsea og Manchester City um næstu helgi.
Þetta þykir nokkuð umdeilt en Taylor var látinn dæma í ensku B-deildinni um liðna helgi fyrir slaka frammistöðu og ákvörðun í leik Wolves og Newcastle á dögunum.
Þá heillaði hann ekki er hann dæmdi leik Preston og Coventry í B-deildinni um helgina, en þar dæmdi hann umdeilda vítaspyrnu.
Leikur Chelsea og Manchester City fer fram á Stamford Bridge klukkan 16:30 á sunnudag.