Það var á fimmtudaginn sem lögreglunni í Santa Rosa, Bandaríkjunum, mætti hræðileg sjón. Hin 64 ára gamla Elvia Lopez-Arroyo hafði verið myrt á heimili sínu og afhöfðuð, en höfuð hennar var hvergi að finna.
Taldi lögregla ljóst að morðinginn hefði lagt á flótta og tekið höfuð Elviu með sér. Upp hófst töluverður eltingaleikur sem lauk ekki fyrr en á laugardaginn er höfuð Elviu kom í leitirnar. Lögreglan hafði í millitíðinni handtekið barnabarn Elviu, Luis Gustavo Aroyo-Lopez, vegna málsins.
Luis á sér nokkurn sakarferil. Meðal annars hefur hann verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás með hættulegu vopni, en hann lauk afplánun í því máli á miðvikudaginn. Degi áður en hann er talinn hafa banað ömmu sinni.
Annað barnabarn Elviu hefur komið að stað söfnun á GoFundMe þar sem segir að Elvia hafi verið dásamleg kona sem elskaði öll barnabörn sín heitt.
„Hún átti þetta ekki skilið og andlát hennar hefur lagst þungt á okkur fjölskylduna og því leitum við aðstoðar á þessum erfiðu tímum.“