fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Harry og Meghan enn og aftur sökuð um hræsni

Fókus
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle, hafa enn eina ferðina verið sökuð um hræsni vegna einkaþotudekurs þeirra.

Harry og Meghan hafa talað ítrekað fyrir nauðsyn þess að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það breytir því ekki að hjónin ferðast ítrekað sjálf með einkaflugvélum sem bera ábyrgð á myndarlegum hluta gróðurhúsalofttegunda sem rata út í andrúmsloftið.

Nú síðast í gær ferðuðust hjónin til Las Vegas til að vera viðstödd tónleika með Katy Perry. Með í för voru Cameron Diaz, eiginmaður hennar Benji Madden og leikkonan Zoe Saldana. Einkaflugvélin er í eigu olíuerfingjans Michael Herd.

Fjölmargir hafa gagnrýnt hjónin á samfélagsmiðlum að því er fram kemur í frétt New York Post.

Angela Levin, sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar, segir í frétt The Sun að Harry sé enn verndari góðgerðasamtakanna Travalyst sem hvetja til sjálfbærra ferðalaga. Samtökin ættu með réttu að reka hann.

„Þau halda að þau séu orðin svo stór að þeim myndi aldrei detta í hug að fljúga á almennu farrými,“ segir hún.

Þess er getið í frétt The Sun að bróðir Harry, Vilhjálmur, hafi ferðast til Singapúr í gær með farþegaþotu British Airways innan um almenna borgara.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjónin komast í fréttirnar fyrir notkun þeirra á einkaþotum. Árið 2019 kom fram hörð gagnrýni eftir að hjónin fóru í fjórar slíkar flugferðir á aðeins ellefu dögum.

Þá voru þau gagnrýnd í fyrrasumar fyrir að ferðast á einkaþotu frá Kaliforníu til Bretlands á einkaþotu í tilefni af krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar heitinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“