fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ísraelskur ráðherra settur af eftir að hann lagði til að kjarnorkuvopnum yrði beitt á Gaza

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 13:23

Amichai Eliyahu - Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðherra málefna menningararfs í Ísrael, Amichai Eliyahu, hefur verið vísað úr embætti ótímabundið eftir að hann sagði í viðtali að það kæmi til greina að varpa kjarnorkusprengju á Gazasvæðið.

Tilkynnt var um brottvikninguna síðastliðinn sunnudag.

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X að yfirlýsingar Eliyahu væru ekki byggðar á veruleikanum.

Forsætisráðherran sagði ísraelska herinn haga aðgerðum sínum í samræmi við alþjóðalög til þess að forðast það að valda saklausu fólki skaða.

Eliyahu sat í ríkisstjórninni fyrir hönd öfga-þjóðernissinnaðs flokks sem heitir Otzma Yehudit (Vald Gyðinga). Hann sagði í útvarpsviðtali að allt fólk á Gaza væri vígamenn og því lögmætt skotmark. Þar af leiðandi væri notkun kjarnorkuvopna einn af möguleikunum sem til staðar væru. Hann dró síðar í land og sagðist hafa verið að tala í myndlíkingum.

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Yair Lapid, hafði farið fram á að ráðherrann yrði þegar í stað settur af og sagði yfirlýsingar hans brjálæðislegar.

Talið er næsta víst að Ísrael búi yfir kjarnorkuvopnum en það hefur verið stefna ísraelskra stjórnvalda í áratugi að gefa ekkert út um hvort svo sé.

Politico.eu greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans