Dísa á líkamsræktarveldið World Class með eiginmanni sínum, Birni Leifssyni.
Hún fagnaði 62 árum í gær og eins og sjá má á afmælismyndinni eldist ræktardrottningin eins og gott vín.
Dísa fór út að borða með fjölskyldunni á veitingastaðnum Sushi Social í Reykjavík. Börnin hennar, Birgitta Líf og Björn Boði, birtu bæði myndir af móður sinni í tilefni dagsins.
Fókus óskar Dísu innilega til hamingju með daginn.