fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sakfelld fyrir að lemja aðra konu tvisvar í andlitið – Dómur varpar ljósi á eitruð átök í hesthúsahverfi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt konu fyrir líkamsárás í hestahúsahverfi. Þann 4. júní 2021 á hún að hafa veist að kvenkyns eiganda annars hesthúss og rifið í hana og kýlt tvisvar sinnum í andlitið með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut yfirborðsáverka á hægra kinnbeini. Vinkona brotaþola var vitni að árásinni sem og tvö önnur vitni í nálægu hesthúsi þangað sem brotaþoli fór strax eftir árásina og sagði þeim hvað gengið hefði á.

Í ljósi þess komst dómari að þeirri niðurstöðu að sakfella konuna en í ljósi þess að konan var með hreina sakaskrá og fyrir lágu gögn um að hún hafði leitað sér hjálpar vegna mikillar vanlíðunar eftir atburðin þá var henni ekki gerð refsing í málinu. Var henni þó gert að greiða fórnarlambinu 150 þúsund krónur í skaðabætur sem og málvarnarlauns verjanda síns og annan sakakostnað, alls tæplega 2,2 milljónir króna.

Af lestri dómsins er ljóst að ástandið innan hesthúsahverfisins var afar slæmt og samskiptin eitruð. Allt á að hafa byrjað þegar árásarkonan hafi hafið umfangsmiklar framkvæmdir á hesthúsi sínu sem stóðu mánuðum saman og gerðu það að verkum að hestar annarra húseigenda báru skaða af. Meðal annars fór besti hestur brotaþola yfir um vegna ástandsins. Samskipti milli fólks urðu kuldaleg og að lokum sauð upp úr.

Eftir útreiðatúr brotaþola og vinkonu 4. júní 2021 hafi eigandi annars hesthús komið að þeim og ætlað að þakka fyrir veturinn og kasta svipaðri kveðju á árásarkonuna. Hún hafi hreytt í hann ónotum og þá hafi brotaþoli sagt: „Það er alltaf sama kurteisin í þér.“ Við það hafi ákærða brjálast og ráðist að brotaþola með fyrrgreindum afleiðingum.

Sagan af árásinni hafi breiðst hratt um hestahúsahverfið og sagði brotaþoli að árásarkonan hefði ekki sýnt neina iðrun. Þegar hún svo heyrði að sagan í hverfinu væri sú að árásin væri upplogin þá hafi hún ákveðið að kæra málið.  Það hafi verið henni þungbært og fékk hún stuttu síðar taugaáfall vegna málsins og treysti sér ekki til þess að mæta til vinnu.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur en persónur og leikendur eru ekki nafngreindir í dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?