fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Auðunn setur jólalandið upp í október – „Börnunum finnst þetta skemmtilegt“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 19:00

Auðunn Gunnar Eiríksson Mynd: Þórdís Reynisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Öðrum gæti fundist ég pínu skrítinn en það er líka leiðinlegt að vera normal,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson.

Tilefni orða hans er jólalandið sem Auðunn Gunnar er búinn að stilla upp heima hjá sér tæpum tveimur mánuðum fyrir jól.

„Þetta byrjaði allt svona í kringum 2017 þá byrjaði ég að vinna fyrir BYKO en jólalandið mitt er allt fengið þaðan. Fyrir hjá BYKO var frænka mín Guðrún Halla sem er ein helsta Lemax þorps kona landsins og helsti ráðgjafi á því sviði. Hún smitaði mig svolítið af þessu og ég og dóttir mín ákváðum að gera okkar jólaland sem hefur svo vaxið ár frá ári síðan,“ segir Auðunn Gunnar, sem er þriggja barna einstæður faðir í Kópavogi, alinn upp í nafla alheimsins Flateyri við Önundarfjörð. „Ég vinn sem stjórnenda- og vinnustaðarráðgjafi hjá Gallup milli þess sem ég klæði mig í spandex og hjóla bæði utan og innandyra og jafnvel þjálfa aðra í því líka.“

Jólalandið er veglegt eins og sjá má á myndum og aðspurður um hvað það samanstandi af mörgum hlutum segist Auðunn Gunnar einfaldlega ekki vita það. 

„En í því er hringekja sem mér þykir mest vænt um og svo turn jólasveinsins, ég er einnig  með fjögur önnur hús og fullt af smærri hlutum. Við reynum að fá okkur einn stóran hlut á ári til að bæta við en ég er eiginlega að verða búinn með plássið,“ segir Auðunn Gunnar.

„Þar sem það tekur smá tíma að setja jólalandið upp þá finnst okkur börnunum það mikilvægt að setja það snemma upp jafnvel stundum um miðjan október og er það látið standa fram í febrúar bara svo við getum fengið að njóta þess sem lengst. Börnunum finnst þetta skemmtilegt, sérstaklega dóttur minni sem sér um að setja þetta upp með mér.“

Það er ljóst að Auðunn Gunnar er mikið jólabarn, sem hann játar fúslega. „Ég hef verið mikið jólabarn eftir að ég eignaðist börnin mín því það er svo gaman að upplifa jólin með þeim og það kemur mér í jólaskap að horfa á spenninginn og gleðina sem jólin gefa þeim. Það besta við jólin eru samverustundir með fjölskyldunni, gera vel við sig í mat og sjá gleðina í augum barnanna sinna.“

Jólalandið er mjög veglegt eins og sjá má
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend

Jólafiðringurinn hefst snemma

Jólaundirbúningurinn hjá Auðunni Gunnari byrjar þegar jólalandið er komið upp.

„Þá er kominn smá fiðringur í mann og maður aðeins farinn að hlusta á jólalögin og peppa sig í jólagírinn. Svo eru ákveðnir fastir liðir eins og að fara á Jólatónleika Baggalúts sem ég og dóttir mín förum á á hverju ári og er orðinn hefð hjá okkur feðginum að gera, bræður hennar eru ekki eins mikið til í þetta stuð. Svona um miðjan nóvember þá fer restin af jólaskrautinu upp og þá hendi ég jafnvel í smákökubakstur til að fá smá lykt á heimilið, horfi á kvikmyndirnar Home Alone eða Christmas Vacation og reyni að njóta sem best, jólalögin fara svo að óma í bílnum reglulega um miðjan nóvember.“

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin?

„Það er eiginlega þegar ég fékk Knattspyrnuskóla KSÍ bók og videóspólu í jólagjöf frá foreldrum mínum þegar ég var svona 11 eða 12 ára. Ég hafði verið að gramsa eitthvað fyrir jól og fann gjöfina og var alsæll með þessa gjöf því þetta var það sem mig langaði mest í af öllu. En svo þegar ég opnaði gjöfina gat ég ekki þóst vera eitthvað svaka hissa og glaður þar sem ég var búinn að taka það allt út og foreldrar mínir héldu að ég væri mjög ónægður með þetta. Eftir þetta reyndi ég aldrei að finna út hvað ég ætti að fá í jólagjöf,“ segir Auðunn Gunnar.

Og aðspurður um hvað honum langar mest í í jólagjöf í ár segir hann: „Ég er nú lítið að spá í hvað ég fæ í gjöf en ég er bara mest ánægður ef börnin eru glöð og sæl á aðfangadag.“

Hvað skyldi piparsveininn svo elda á jólunum?

„Oftast hef ég eldað humarsúpu og kalkún, ég og barnsmóðir mín höfum haldið jólin saman með krakkana síðan við skildum, og þá hef ég nú oftast séð um eldamennskuna. Núna mun ég sjá um forréttinn, humarsúpuna og hún og hennar maki sjá um aðalréttinn sem ég veit ekki hver verður en pottþétt eitthvað gott,“ segir Auðunn Gunnar.

Aðspurður um skondið atvik sem gerðist á jólum, þá tengist það einnig eldamennsku. 

„Móðir mín kom og aðstoðaði við jólamatinn eitt árið og bjó til sósu, en við áttum ekki til neinn sósulit þannig hún ákvað að nota „svartan“ matarlit til að reyna að fá réttan lit á sósuna sem endaði með því að sósan varð fjólublá. Hún var fín á bragðið en það var samt eitthvað skrítið við að borða kalkúninn með fjólublárri sósu þó vissulega sé fjólublár litur jólanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“