fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Aur þrengir að stóru bönkunum – Bjóða Íslendingum frítt debetkort sem borgar þeim til baka

Eyjan
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn eru farnir að kannast við smáforritið Aur þar sem hægt er að millifæra og rukka með auðveldum hætti. Nú er forritið að færa út kvíarnar og opnar bankaþjónustu þar sem neytendum gefst kostur á ókeypis debetkorti sem þar að auki borgar til baka.

Aur, sem er í eigu Kviku banka, segist bjóða upp á bestu kjörin á debetkortum. Tekið er fram í fréttatilkynningu að kortin séu án allra gjalda og þau fyrstu hér á landi sem bjóði upp á endurgreiðslu. Segir að neytendur muni njóta ávinnings af lítilli yfirbyggingu og snjöllum tæknilausnum

„Síðustu misseri hefur verið unnið hörðum höndum að því að þróa nýja bankaþjónustu hjá Aur og nú kynnum við bestu mögulegu kjör á debetkortareikningum, auk þess sem viðskiptavinir fá borgað til baka fyrir að nota kortið,“ er haft eftir Sverri Heiðarssyni, forstöðumanns fjártækni hjá Kviku, í tilkynningu. „Með tilkomu Auðar á sínum tíma breytti Kvika markaðnum fyrir sparnaðarreikninga og bauð allt að tvöfalt betri vexti en þekktust. Neytendur tóku þessari nýju þjónustu vel enda eru viðskiptavinir Auðar rúmlega 45 þúsund talsins. Nú er komið að því að breyta almennri bankaþjónustu, debetkortamarkaðnum – neytendum til hagsbóta. Erlend debetkortavelta er 114 milljarðar króna á áru og endurgreiðsluhlutfalls Aurs jafngilti 3 milljörðum af þeirri upphæð.“

Debetkortareikningar hjá Aur eru með 4% vöxtum, sem í tilkynningu eru sagðir hagstæðustu debetkortareikningar sem völ er á. Vextir eru greiddir mánaðarlega, stofngjald er ekkert, ekkert árgjald og engin færslugjöld. Korthafar Aurs fá svo 2,6% endurgreiðslu af erlendum greiðslum og allt að 10% endurgreiðslu þegar verslað er hjá vinum Aurs. Endurgreiðslurnar eru í formi Klinks, vildarkróna Aurs, sem viðskiptavinir geta notað til að borga með á markaðstorgi Aurs, breytt í sparnað hjá Auði eða sent áfram á vini.

Notendur Aurs eru 135 þúsund talsins, en Aur kom til sögunnar árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga með því einu að nota símanúmer.

„Markmið Kviku er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og einfalda fjármál viðskiptavina. Aur hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi og með nýju bankaþjónustunni er enn eitt skrefið tekið á þeirri vegferð þar sem boðið verður upp á þjónustu sem hefur ekki verið áður í boði á íslenskum markaði. Lítil yfirbygging og vel útfærðar tæknilausnir gera okkur kleift að bjóða upp á betri kjör og snjallari nálgun en þekkist,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku.

Að auki mun Aur bjóða upp á kreditkort með 0,5% endurgreiðslu af allri verslun. Svo er það áðurnefnt vildarkerfi, Klink, og eins Klíkan sem heldur utan um kostnað og uppgjör sameiginlegra útgjalda vina og hópa. Eins má nefna 5x greiðsludreifingu þar sem hægt er að dreifa kortafærslum, vörukaupum eða ógreiddum reikningum í fimm greiðslur á góðum kjörum, og svo þrenns konar tryggingar. Nánari upplýsingar má finna á aur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?