fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Vinir Jennifer Aniston hafa áhyggjur – Sögð eiga mjög erfitt eftir fráfall Matthew Perry

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir bandarísku leikkonunnar Jennifer Aniston hafa miklar áhyggjur af henni. Hún er sögð glíma við mikla erfiðleika í kjölfar fráfalls vinar hennar og leikarans Matthew Perry.

Perry lést á heimili sínu þann 28. október. Jarðarförin fór fram á föstudaginn síðastliðinn og mætti Aniston ásamt hinum fjórum vinunum úr Friends; Courteney Cox, Matt Le Blanc, Lisu Kudrow og David Schwimmer.

„Af þeim fimm eru það Jen og Courteney sem eiga erfiðast og Jen er örugglega sú sem á í mestu erfiðleikunum,“ segir heimildarmaður Page Six.

„Hún missti pabba sinn fyrir ári síðan og hún hefur ekki enn jafnað sig á því. Og nú hefur þetta alveg gengið frá henni.“

Faðir Aniston, John Aniston, var þekktur leikari og lék í vinsælu sápuóperunni Days of Our Lives. Hann var 89 ára þegar hann lést í nóvember 2022. Dóttir hans tilkynnti um fráfall hans á sínum tíma og sagði að hann hafi verið „ein fallegasta manneskja í heimi.“

„Hún er að reyna að ná sér á strik en það var hrikalegt áfall [að missa Perry],“ segir heimildarmaðurinn.

Sjá einnig: Vinirnir rjúfa þögnina um fráfall Matthew Perry – „Við erum algjörlega niðurbrotin“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram