Vanda Sigurgeirsdóttir greindi frá því í gær að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur í starf formanns KSÍ. Vanda lætur af störfum í febrúar þegar ársþing KSÍ fer fram.
Vanda var kjörinn formaður í ársbyrjun árið 2022 en hafði þar á undan stýrt sambandinu í nokkra mánuði til bráðabirgða eftir að Guðni Bergsson sagði upp störfum.
Mörg nöfn eru nú orðuð við stól formanns hjá þessu stærsta sérsambandi Íslands. Mikið hefur verið kjaftað um endurkomu Guðna Bergssonar en hann hefur ekki staðfest það.
Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður hefur einnig mikið verið nefndur til sögunnar síðustu daga en einnig Björn Einarsson sem bauð sig fram til formanns árið 2017 en tapaði þá gegn Guðna Bergssyni.
Hér að neðan eru ellef nöfn sem gætu skoðað það að bjóða sig fram til formanns KSÍ í febrúar.
Willum Þór Þórsson – Heilbrigðisráðherra
Guðni Bergsson – Fyrrum formaður KSÍ
Kári Árnason – Yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi
Bjarni Guðjónsson – Framkvæmdarstjóri KR
Ásthildur Helgadóttir – Fyrrum landsliðskona í fótbolta
Borghildur Sigurðardóttir – Varaformaður KSÍ
Þorvaldur Örlygsson – Framkvæmdarstjóri Stjörnunnar
Björn Einarsson – Formaður aðalstjórnar Víkings
Sævar Pétursson – Framkvæmdarstjóri KA
Börkur Edvardsson – Formaður knattspyrnudeildar Vals
Jón Rúnar Halldórsson – Fyrrum formaður knd. FH