Nú stendur yfir Lundúnaslagur Tottenham og Chelsea á heimavelli fyrrnefnda liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Staðan er 1-1 nú þegar um klukkutími er liðinn en mikið hefur verið um dramatík.
Til marks um það er Tottenham búið að missa tvo leikmenn af velli með rautt spjald.
Cristian Romero fékk beint rautt spjald í stöðunni 1-0 fyrir Tottenham og fékk Chelsea vítaspyrnu í kjölfarið. Cole Palmer jafnaði þar í 1-1.
Á 55. mínútu fékk Destiny Udogie svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir afar heimskulegt brot.