fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Réðst á stutthærða konu – Taldi hana vera femínista

Pressan
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 21:30

Frá Suður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Femínistar eiga það skilið að ráðist sé á þá. Þetta var hin hræðilega ástæða sem maður einn gaf fyrir að hafa ráðist á afgreiðslukonu í verslun í Jinju í suðurhluta Suður-Kóreu.

BBC skýrir frá þessu og segir að maðurinn hafi ráðist á konuna af því að hún var stutthærð. Hann taldi hana því vera femínista.

Á upptöku úr eftirlitsmyndavél sést maðurinn, sem er sagður vera rétt rúmlega tvítugur, ganga inn í verslunina og nær samstundis ráðast á konuna, sem er um tvítugt. Hann sló hana og sparkaði í hana.

Viðskiptavinur, kona, reyndi að stöðva manninn en hann réðst þá á hana með stól að vopni.

Þegar lögreglan hafði handtekið manninn og spurði hann af hverju hann hefði ráðist á konuna var svarið: „Þar sem þú ert með stutt hár, hlýtur þú að vera femínisti. Ég er karlremba og tel að femínistar eigi skilið að ráðist sé á þá.“

Konan meiddist alvarlega á augum og liðböndum.

BBC segir að töluvert hafi verið um árásir á stutthærðar konur en „and-femínistabylgja“ gengur nú yfir Suður-Kóreu. Árásarmennirnir eru aðallega ungir að árum og telja sig sæta mismunun af hálfu femínista því af einhverri ástæðu telja þeir að það að vera femínisti sé það sama og að hata karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana