Hann segir að það þurfi að styrkja Úkraínu hernaðarlega séð, sérstaklega með hátæknibúnaði, til að hægt sé að breyta stöðunni.
Hann segist einna helst óska eftir hjálp til að ná betri tökum á loftrýminu yfir Úkraínu. „Eins og í fyrri heimsstyrjöldinni höfum við náð tæknilegu stigi sem veldur því að upp kemur pattstaða,“ skrifar hann.
Hann segir að algeng vopn á borð við flugskeyti og sprengjur verði áfram mikilvæg en það sé ekki nóg.
Nú eru um fimm mánuðir síðan gagnsókn Úkraínumanna hófst en hún hefur ekki gengið eins og vonast hafði verið til því Úkraínumönnum hefur ekki af neinni alvöru að brjótast í gegnum varnarlínur Rússa.
Nú er veturinn að bresta á og þá má reikna með að sóknin muni ganga enn hægar. „Veturinn mun koma Rússum að gagni og hjálpa þeim við að enduruppbyggja hersveitir sínar og þannig með tímanum ógna úkraínska hernum og landinu sjálfu,“ segir Zaluzhnyi.