Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports telur að Arsenal þurfi að fá sér framherja og markmann til að geta unnið ensku úrvalsdeildina.
Arsenal ákvað að fá David Raya á láni frá Brentford í sumar til að henda Aaron Ramsdale á bekkinn. Raya er í markinu þessa dagana en er ekki sannfærandi.
„Það voru ekki mistök að fá inn mann fyrir Ramsdale því hann var aldrei að fara að vinna deildina fyrir þig,“ sagði Carragher.
„En að fá inn Raya sem er út um allt gætu hafi verið mistök.“
„Það var sterkt að fá inn Declan Rice en markvörðurinn hefur engu skilað, það er ekki sami taktur í sóknarleiknum en það snýst ekki bara um þá sem komu.“
„Raya gerir sömu mistök gegn Chelsea og Newcastle, hann var heppin gegn Sevilla að vera ekki refsað fyrir þau.“
„Raya er núna mikið vandamál fyrir Mikel Arteta.“
Carragher segir að varnarlega sé Arsenal betra lið í dag en sóknarleikurinn sé í molum.
„Þetta er eins og að horfa á allt annað lið,“ segir Carragher.
„Þeir eru betri varnarlega en þeir eru ekki að skapa jafn mikið af færum. Er Arsenal með framherja og markvörð til að vinna deildina? Ég held ekki, til að vinna deildina þurfa þessar stöður að vera í lagi.“