Hreint órúlegt atvik átti sér stað í leik Vancouver Whitecaps og Los Angeles FC í úrslitakeppni MLS-deildarinnar vestan hafs í nótt.
Los Angeles var 0-1 yfir og í uppbótartíma setti Vancouver markvörð sinn fram í hornspyrnu til að freista þess að jafna metin. Það bar ekki árangur en þegar Alessandro Schopf ætlaði að koma boltanum aftur inn á teig Los Angeles truflaði dómari leiksins spyrnu hans og þess í stað fóru gestirnir af stað í skyndisókn og skoruðu hinum megin.
Leikmenn Vancouver gjörsamlega trylltust, eins og gefur að skilja.
Sem betur fer fyrir þá, og dómarann, var markið dæmt af þar sem markaskorarinn Denis Bouanga var naumlega rangstæður.
Skaðinn var þó skeður og lokatölur 0-1. Los Angeles er þar með komið í undanúrslit Vesturdeildar MLS-deildarinnar.
Sjón er sögu ríkari, hér að neðan má sjá atvikið.
OH MY!
WHAT HAVE WE JUST WITNESSED 🤯 pic.twitter.com/BgWbkRTCmt
— FOX Soccer (@FOXSoccer) November 6, 2023