fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Máttu ekki neita Úkraínumönnum um vernd á grundvelli óbirtra leiðbeininga – Hvorugur bjó í Úkraínu er innrásin hófst

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. nóvember 2023 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar í málum tveggja Úkraínumanna. Ætlaði Útlendingastofnun að vísa mönnunum úr landi á grundvelli þess að þeir hefðu í önnur lönd að sækja, en kærunefnd komst að gagnstæðri niðurstöðu. Útlendingastofnun þarf því að gefa Úkraínumönnunum dvalarleyfi. Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum nefndarinnar sem birtir voru í dag.

Báðir Úkraínumennirnir áttu það sameiginlegt að dvelja utan Úkraínu þegar að innrás Rússa hófst. Annar þeirra var við nám í Póllandi en hinn var starfandi í Litháen. Voru báðir handhafar tímabundins dvalarleyfis í þeim löndum þegar innrásin átti sér stað, en leituðu báðir til Íslands eftir alþjóðlegri vernd.

Annar Úkraínumaðurinn hafði verið í námi í Póllandi. Hafði hann tekið ár í námshlé og dvalið þá í Tyrklandi en síðan snúið aftur til Póllands og lokið námi. Hann hefur engin tengsl við Pólland. Á þar ekki fjölskyldu og hafði hvorki fengið húsnæði né mataraðstoð frá pólskum yfirvöldum. Kvaðst maðurinn þar að auki vera óviss um hvort hann hefði aðgang að félagslega kerfinu í Póllandi en þar hafi hann mætt neikvæðu viðhorfi sökum uppruna síns, fúkyrðum hafi verið hreytt í hann og hann upplifði fordóma.

Hinn hafði verið starfandi í Litháen þegar innrásin hófst. Hann er fráskilinn og á eitt barn í Úkraínu.  Hann sagðist ekki hafa upplifað fordóma í Litháen og óttist ekkert þar í landi. Hann var þó ekki ánægður sökum tungumálaerfiðleika. Hann hafði húsnæði í Litháen, tekjur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hann hafði dvalarleyfi á grundvelli atvinnu sem þó féll úr gildi er hann lét af störfum og hélt til Íslands.

Báðir báru þeir við að þrátt fyrir að þeir hafi verið tímabundnir búsettir erlendis þegar innrásin hófst, þá fælist í svonefndri fjöldaflóttavernd að þeir mættu velja sér hvar þeir nýti sér vernd. Hér á Íslandi væri uppi svipuð viðmið og í tilskipun Evrópusambandsins um fjöldaflóttavernd, og úr  hvorugu væri hægt að lesa skilyrði um að umsækjandi megi ekki njóta dvalarleyfis annars staðar. Útlendingastofnun væri hér að ganga lengra en þeim væri heimilt og gætu ekki vísað í óbirtar leiðbeiningar frá dómsmálaráðuneytinu til að réttlæta þessa meðferð.

Kærunefnd rakti að í raun hefði dómsmálaráðherra flýtt sér um of þegar hún ákvað að beita ákvæði útlendingalaga um fjöldavernd.  Þessi ákvörðun hafi ekki verið birt með réttum hætti og í samræmi við lög. Því sé inntak ákvörðunar ráðherra óljós, einkum hvað varðar hvaða hóp Úkraínumanna hún tæki. Þrátt fyrir þennan annmarka hafi úkraínskir ríkisborgarar fengið tímabundna vernd hér á landi á grundvelli ákvörðunar ráðherra og Útlendingastofnun lítur sem svo á að ákvörðunin gildi.

Þar sem um óskýra ákvörðun er að ræða sé þó ekki hægt að túlka hana með þrengri hætti en leiði af tilkynningu ráðherra á vef dómsmálaráðuneytis þann 4. mars. 2022.  Þar með gæti Útlendingastofnun ekki neitað að veita Úkraínumönnunum tveimur vernd bara sökum þess að þeir voru ekki búsettir í Úkraínu við innrásina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp