Real Madrid vinnur áfram í því að framlengja við lykilmenn sína og er varnarmaðurinn Eder Militao næstur á blaði.
Hinn 28 ára gamli Militao hefur verið hjá Real Madrid síðan 2019 og er lykilmaður. Hann hefur þó verið frá nær allt þetta tímabil vegna meiðsla.
Núgildandi samningur kappans rennur út 2025 en nýr samningur mun gilda til 2028.
Þá mun klásúla í samningi hans hljóða upp á 1 milljarð evra, líkt og hjá Rodrygo og Vinicius Jr sem nýlega skrifuðu undir.
Þá eru þeir Federico Valverde og Eduardo Camavinga einnig að skrifa undir nýja samninga á næstunni.
⚪️🇧🇷 After Vinicius and Rodrygo, Eder Militão will also sign new deal at Real Madrid soon. It will be valid until June 2028, as agreed one year ago.
Release clause will be same as Brazilian teammates: €1B.
Valverde and Camavinga will also sign new contracts. pic.twitter.com/ray3AU7B0h
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 6, 2023