Paul Heckingbottom stjóri Sheffield United er ekki lengur líklegastur til þess að missa vinnuna sína sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni.
Heckingbottom og lærisveinar hans unnu sinn fyrsta sigur í deildinni um helgina þegar liðið lagði Wolves.
Erik ten Hag er nú orðinn sá líklegasti til þess að missa vinnuna samkvæmt Sky Bet.
Var Ten Hag í öðru sæti fyrir helgina en þrátt fyrir sigur gegn Fulham telja veðbankar mestar líkur á að Ten Hag verði rekinn.
United hefur byrjað tímabilið brösulega en tap gegn FCK í vikunni gerir líklega út um vonir félagsins að fara áfram í deild þeirra bestu.
🚨 MARKET MOVER 🚨
Following the weekend's Premier League results, Erik Ten Hag is now the favourite to be the next manager to leave 👀
Erik ten Hag – 5/4
Paul Heckingbottom – 7/4
Andoni Iraola – 9/2
Vincent Kompany – 8/1Who will be the next manager to leave? Vote below 👇
— Sky Bet (@SkyBet) November 6, 2023