Myndin sem um ræðir á að sýna landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum í gegnum árin en smátt og smátt hafa Ísraelar lagt undir sig stærra svæði.
Á meðan sumir tóku undir með Björk og fögnuðu afstöðu hennar í málinu voru aðrir minna hrifnir og jafnvel sárir.
Ísraelska Eurovision-stjarnan Netta Barzilai, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísraels árið 2018, er í þeim hópi. Hún skrifaði athugasemd við færslu Bjarkar þar sem hún sagði: „You broke my heart“, eða „Þú braust hjarta mitt.“
Netta er fædd og uppalin í Ísrael og hefur hún verið dugleg að tjá sig um stöðu mála á Instagram. Hefur hún til dæmis birt myndir af einstaklingum sem saknað er eftir að liðsmenn Hamas-samtakanna réðust inn í Ísrael þann 7. október og tók fólk í gíslingu.
Fleiri hafa gagnrýnt Björk, til dæmis tónlistarkonan Regina Spektor sem hefur áður sagst hafa litið upp til Bjarkar á sínum yngri árum. Spektor, sem er gyðingur, gagnrýndi Björk fyrir að þegja um atburðina í byrjun október þegar fjölmargir saklausir einstaklingar í Ísrael voru myrtir af vígamönnum Hamas.
Þá gagnrýndi Spektor íslensku tónlistarkonuna fyrir myndina sem hún birti og sagði að hún gæfi ekki rétta mynd af þróuninni síðustu áratugina. Þetta væri sárt að sjá frá einni af „hetjum“ sínum eins og hún lýsti Björk. Sagði hún að vonandi tækist að uppræta Hamas-samtökin svo íbúar á Gaza og heimsbyggðin öll geti andað léttar.
View this post on Instagram