fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hræðileg uppgötvun á flóamarkaði

Pressan
Mánudaginn 6. nóvember 2023 18:10

Mynd: Pexels/Adrian Vieriu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í North Fort Myers í Flórída rannsakar nú hvernig höfuðkúpa af manneskju endaði í hrekkjavökuhorni á flóamarkaði í bænum.

Starfsmenn markaðarins töldu að um eftirlíkingu af höfuðkúpu væri að ræða og var henni komið fyrir í hillu og auglýst til sölu. Viðskiptavinur markaðarins, menntaður mannfræðingur, rak augun í höfuðkúpuna og lét starfsmenn vita að þarna væri sennilega um alvöru mannabein að ræða.

Lögregla var kölluð á vettvang og var höfuðkúpan send til rannsóknar þar sem aldursgreining fer meðal annars fram.

Starfsmenn flóamarkaðarins segjast hafa fengið allskonar varning úr geymslu fyrir nokkrum árum og höfuðkúpan verið þar á meðal.

Lögregla telur ekki að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en bandarískir fjölmiðlar greina frá því að ólöglegt sé að selja eða kaupa bein. Óvíst er þó hvort einhverjir eftirmálar verði fyrir flóamarkaðinn umrædda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi