Starfsmenn markaðarins töldu að um eftirlíkingu af höfuðkúpu væri að ræða og var henni komið fyrir í hillu og auglýst til sölu. Viðskiptavinur markaðarins, menntaður mannfræðingur, rak augun í höfuðkúpuna og lét starfsmenn vita að þarna væri sennilega um alvöru mannabein að ræða.
Lögregla var kölluð á vettvang og var höfuðkúpan send til rannsóknar þar sem aldursgreining fer meðal annars fram.
Starfsmenn flóamarkaðarins segjast hafa fengið allskonar varning úr geymslu fyrir nokkrum árum og höfuðkúpan verið þar á meðal.
Lögregla telur ekki að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en bandarískir fjölmiðlar greina frá því að ólöglegt sé að selja eða kaupa bein. Óvíst er þó hvort einhverjir eftirmálar verði fyrir flóamarkaðinn umrædda.