fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Óvænt nafn mátað við stólinn hennar Vöndu – „RÚV má ævinlega skammast sín fyrir þau vinnubrögð“

433
Mánudaginn 6. nóvember 2023 10:30

Mynd - RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðast ansi margir vera farnir að máta sig við stólinn hjá formanni KSÍ og vera farnir að skoða það að bjóða sig fram til formanns í febrúar. Óvissa er hvort Vanda Sigurgeirsdóttir, sitjandi formaður bjóði sig fram.

Vanda hefur ekki viljað gefa það út hvort hún ætli að gefa kost á sér á nýjan leik þegar ársþingið fer fram í febrúar.

Dr. Football sagði frá því í gær að Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu væri að skoða að gefa kost á sér. Þungavigtin segir svo frá því að Guðni Bergsson skoði að bjóða sig fram á nýjan leik.

„Eru þið búnir að heyra það nýjasta, Guðni Bergsson ætlar að bjóða sig fram gegn Vöndu ef hún býður sig fram. Þetta er sagan,“ segir Ríkharð Óskar Guðnason, stjórnandi Þungavigtarinnar og íþróttafréttamaður hjá Sýn.

Guðni sagði upp störfum hjá KSÍ fyrir rúmum tveimur árum og tók Vanda þá við starfinu.  Þungavigtar bræður telja að Vanda bjóði sig ekki fram miðað það að hún hafi ekkert gefið út.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ / ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

„Hún er væntanlega að kasta inn hvíta handklæðinu, hún er búinn að gera allt í lagi. Ekki búinn að gera neitt af sér en ekki breyta íslenskum fótbolta neitt,“ segir Kristján Óli Sigurðsson.

Mikael Nikulásson þjálfari KFA segir að tíminn fyrir Vöndu hafi verið naumur. „Hún er ekki búin að gera neitt, ekki gott né slæmt. Þetta er líka mjög stuttur tími, þetta er fljótt að líða.“

Guðni Bergsson sagði af sér eftir erfið mál í kringum landsliðsmenn Íslands þar sem frægt viðtal við RÚV spilaði stórt hlutverk í afsögn hans.

„Það var ekkert honum að kenna að RÚV hafi tekið hann í viðtal og reynt að koma honum frá völdum. Hann átti aldrei að fara í það viðtal, það var upphafið að endinum. RÚV má ævinlega skammast sín fyrir þau vinnubrögð, hann hafði ekkert sökótt unnið,“ sagði Kristján Óli.

„Guðni getur mætt með hreinan skjöld,“ segir Kristján en Guðni var formaður KSÍ í rúm fjögur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus