Ibrahima Konate varnarmaður Liverpool segir frá því að það sé draumur hjá sér að spila fyrir Paris Saint-Germain einn daginn.
Konate er lykilmaður í franska landsliðinu en PSG hefur ákveðið að fara það á leið að sækja franska leikmenn.
Randal Kolo Muani, Lucas Hernandez og Ousmane Dembele komu allir til PSG í sumar.
Konate var spurður að því hvort það væri draumur hans að fara til PSG. „Ef ég myndi neita því þá væri ég hreinlega að ljúga, en þetta er ekkert á blaði hjá mér núna,“ segir Konate.
„PSG hefur farið góða leið í að sækja leikmenn, menn sem skilja hvorn annan eftir samveru í franska landsliðinu.“
Konate er algjör lykilmaður í vörn Liverpool en hann hefur átt í vandræðum með að halda heilsu í gegnum heilt tímabil.