fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Svört spá Ingu Sæland: Verður þetta veruleiki margra á næsta ári?

Eyjan
Mánudaginn 6. nóvember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ómyrk í máli og segir vanhæfni ríkisstjórnarinnar taka út yfir allan þjófabálk. Inga gerir stöðu heimilanna að umtalsefni í pistli á Facebook-síðu sinni og spyr hvar aðgerðarpakkar ríkisstjórnarinnar eru fyrir lántakendur sem eru að sligast um þessar mundir.

„Ef við litum um öxl sjáum við hvernig stjórnvöld hældust af efnahagsstöðugleika, allt í blóma og allir hvattir til að fjárfesta í fasteign til framtíðar því nú væri lag. Lágvaxtaumhverfi sem ekki sást fyrir endann á að þeirra mati,“ segir Inga sem segir óumdeild að stjórnin hafi brugðist alfarið í öllu sem lítur að því að verja heimilin og skuldsett fyrirtæki og fyrirséða eignaupptöku bankanna á þeim.

„Það liggur ljóst fyrir að þetta er skipulögð glæpastarfsemi þar sem markmiðið er að í lokin muni flestir missa heimili sín ekki síður en í efnahagshruninu 2008 þegar Samfylking og VG gáfu skotleyfi á heimilin á meðan þau vörðu auðmenn og fjármálaöflin með kjafti og klóm.“

Greiðslubyrðin mun hækka mikið

Inga segir að eftir þetta hafi flestir reynt að forðast verðtrygginguna og tekið lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára. Þegar þessi lán koma til endurskoðunar mun greiðslubyrðin hækkað mikið, óhjákvæmilega, enda hafa vextir hækkað mikið á undanförnum misserum.

„Við endurskoðun lánanna með „föstu vextina“ mun greiðslubyrðin a.m.k. tvöfaldast. Um 450 milljarða króna sem kenndar hafa verið við „snjóhengju“ er snjóflóð sem steypist yfir lántakendur á næsta ári að öllu óbreyttu. Þá hvetur seðlabankastjóri lántaka til að ræða við bankann sinn, sem einfaldlega þýðir á íslensku að hvetja fólk í verðtryggð lán til að geta staðið undir afborgunum svona fyrst í stað.“

„Fólk mun missa heimili sín“

Inga segir það liggja algjörlega fyrir að verðtryggðu lánin munu éta upp allan eignarhluta á skömmum tíma vegna óbilandi verðbólgu sem hún segir ríkisstjórnina ekki ráða neitt við og raunar ekki kæra sig um að berjast gegn.

„Höfuðstóll verðtryggða lánsins mun hækka gríðarlega eða algjörlega í takti við verðbólgu og innan fárra ára mun afborgun verðtryggða lánsins vera komin á sama stað og óverðtryggða lánsins sem verið var að flýja frá til að freista þess að geta staðið undir afborgunum af heimilinu sínu. Þegar sú staða er komin upp þá liggur það ljóst fyrir að fólk mun missa heimili sín til græðgisvæddra bankanna,“ segir Inga ákveðin og heldur áfram:

„Fólkið er fóður fyrir auðvaldið og ætlunin að koma öllum á leigumarkað hjá græðgisvæddum leigufélögum sem stendur nákvæmlega á sama um það, hvort fólk hefur efni á að greiða leiguna sína eða ekki, þeim verður einfaldlega fleygt út eins og dæmin sanna. Þetta er mannfjandsamleg þróun sem Flokkur fólksins fyrirlítur af öllu hjarta,“ segir hún.

Kallar eftir aðkomu Landsdóms

Inga minnir á að hún og Guðmundur Ingi Kristinsson hjá Flokki fólksins hafi verið einu þingmennirnir sem byrjuðu að vera við verðbólgunni í ársbyrjun 2020.

„Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrrverandi fjármálaráðherra né núverandi forsætisráðherra virtu okkur viðlits hvað það varðar. Þeim bar saman um að hér væri engin verðbólga handan við hornið og ástæðulaust að vera með svona svartsýni þegar allt léki í lyndi,“ segir Inga sem segir að lokum:

„Enn og aftur velti ég því fyrir mér ! Til hvers er LANDSDÓMUR ef ekki er til að taka á verkum eða verkleysi ráðherra sem hreinlega vinna samfélaginu óbætanlegt tjón með allri sinni vanhæfni og augljósri vanrækslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben