Tveir þjálfarar eru sagðir koma hjá Manchester United ef Erik ten Hag fær sparkið hjá félaginu á næstunni.
Gengi United hefur valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu og hefur ekki byrjað tímabil eins illa í 61 ár.
Ten Hag hefur fengið sína menn til félagsins sem hafa ekki staðist væntingar og er sæti hans heitt eftir 3-0 tap gegn Newcastle í deildabikarnum í vikunni.
The Times fullyrðir að tveir þjálfarar komi til greina sem arftakar Ten Hag, Zinedine Zidane og Ruben Amorim.
Zidane er þekktur innan fótboltaheimsins en hann var lengi leikmaður sem og þjálfari Real Madrid og gerði frábæra hluti.
Amorim er minna þekktur en hann starfar hjá Sporting Lisbon í Portúgal og hefur starf hans þar vakið töluverða athygli.