Síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en leikið var á heimavelli Luton.
Nýliðarnir fengu Liverpool í heimsókn og var ljóst að verkefnið var alltaf að fara verða erfitt.
Luton spilaði afskaplega aftarlega í þessum leik og var ljóst að leikplanið væri að beita skyndisóknum gegn gestunum.
Gestirnir voru miklu sterkari aðilinn og fengu fullt af færum en það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið.
Tahith Chong, fyrrum leikmaður Manchester United, sá um að gera það eftir laglega skyndisókn.
Það var svo á 95. mínútu sem Liverpool jafnaði metin og var það enginn annar en Luiz Diaz.
Diaz hefur verið í umræðunni undanfarið en fjölskyldu hans var rænt í heimalandinu, Kólumbíu, og er faðir hans enn í haldi.
Hann fagnaði marki sínu á viðeigandi hátt og biður glæpasamtökin sem rændu fjölskyldu hans um að sleppa föður sínum lausum.
„Libertad para papa“ … Freedom for my father.
Luis Diaz’s shirt after scoring in the closing minutes for Liverpool ❤️ pic.twitter.com/Xw6zt1Ln25
— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2023