fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Nýtt gullævintýri – Stálu 37 tonnum af ólífuolíu

Pressan
Mánudaginn 6. nóvember 2023 04:44

Ólífuolíuframleiðsla hefur dregist saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófar hafa lengi sóst eftir skartgripum, demöntum og dýrum úrum en nú hafa þeir beint sjónum sínum að ólífuolíu sem hefur snarhækkað í verði vegna uppskerubrests síðustu misserin.

Óhætt er að segja að ólífuolía sé orðin mjög dýr og það vita þjófar vel og sjá sé því leik á borði. Að undanförnu hafa þjófar stolið að minnsta kosti 37 tonnum af ólífuolíu í Grikklandi að sögn The Guardian.

Manolis Yiannoulis, framkvæmdastjóri ólífuolíuframleiðenda í Grikklandi, sagði í samtali við The Guardian að um háar fjárhæðir sé að ræða í þessu. Verðið á ólífuolíu hafi hækkað um 200% síðasta árið og því sé gróðavonin mikil.

Hann sagði að fyrir þessi 37 tonn fáist sem svarar til rúmlega 50 milljóna íslenskra króna.

Grikkland er þriðja stærsta ólífuolíuframleiðsluríki heims, aðeins Spánverjar og Ítalir framleiða meira.

Uppskerubrestur á síðustu árum hefur valdið verðhækkunum og ekki bætir úr að það stefnir í uppskerubrest á þessu ári. Hugsanlega verður uppskeran aðeins helmingur þess sem hún er í meðalári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“