fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Drekkur þú of mikið vatn?

Pressan
Mánudaginn 6. nóvember 2023 21:30

Fólk er hvatt til að eiga vatn á flöskum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft brýnt fyrir fólki að mikilvægt sé að drekka nóg af vatni en það er einnig hægt að drekka of mikið af vatni og það getur verið hættulegt fyrir líkamann.

Í nýlegu viðtali við Glamour skýrði leikkonan Brooke Shields frá því að hún hafi veikst skyndilega í september á síðasta ári þegar hún var stödd í New York.

„Ég var að undirbúa sýningu og drakk mjög mikið vatn, ég vissi ekki að natríummagnið í líkamanum væri lágt. Ég var að bíða eftir Uber og þegar ég var að verða kominn niður stigann byrjaði ég að sögn að líta skringilega út og fólk spurði mig hvort það væri allt í lagi með mig,“ sagði hún.

Hún sagðist síðan muna eftir að hafa gengið inn á veitingastað en allt hafi verið þokukennt og froða hafi verið í munnvikunum og hún hafi reynt að kyngja tungunni.

Hún sagði að ástæðan fyrir þessu hafi verið að hún hafi „drekkt“ sér með því að drekka of mikið vatn.

HuffPost hefur eftir Dr. Jonathan Parker, taugaskurðlækni, að það komi fyrir að fólk veikist vegna of mikillar vatnsdrykkju. Of mikil vatnsdrykkja geti haft áhrif á natríummagnið í líkamanum og ef það lækkar of mikið veikist fólk.

Hann sagði að rétt sé að hafa nokkur atriði í huga varðandi vatnsdrykkju til að forðast að drekka of mikið. Til dæmis líkamsstærðina, hvort fólk hafi verið úti og hvort það sé að svitna og losi sig þar með við vökva.

Hann ráðleggur fólki að veita því athygli hversu þyrst það er þegar það fær sér að drekka. Ekki sé til neinn einn mælikvarði, sem gildi fyrir alla, hvað varðar það hversu mikið fólk þarf að drekka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um