Arsenal ætti ekki að reyna við vængmanninn Ousmane Dembele ef hann er til sölu í janúarglugganum.
Þetta segir Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður liðsins, en Dembele leikur í dag með Paris Saint-Germain.
Eftir komu frá Barcelona hefur Dembele ekki staðist væntingar og á eftir að skora mark í heilum 13 leikjum.
Frakkinn hefur verið orðaður við Arsenal í einhverjum miðlum en Petit vill ekki sjá hann lenda í London.
,,Dembele er í miklum vandræðum hjá PSG og er undir mikilli pressu,“ sagði Petit við OLBG.
,,Hann hefur klúðrað svo mörgum dauðafærum og er ekki að skora mörk. Byrjunin hefur verið erfið svo ég mæli ekki með að Arsenal reyni við hann.“