fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Brynjar skráir ástarleiki í excelskjal og vill eftirlitsstofnun með eigin húsverkum – „Ekki einkamál hjóna og sambúðarfólks“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við Soffía leggjum mikið upp úr fullkomnu heimilishaldi og að jafnréttis sé gætt í hvívetna. Okkar mentorar í þessum fræðum eru Þorsteinn kynjafræðingur og frú og það er helgistund hjá okkur þegar hlaðvarpsþáttur um Karlmennskuna fer í loftið. Bestu þættirnir eru þegar hjónin tala við hvort annað eða Sóleyju Tómas. Svo er þetta fólk allt svo skemmtilegt eins og alþekkt er hjá réttlætisriddurum,“

segir Brynjar Níelsson fyrrum þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í færslu á Facebook.

Brynjar sem er fastur penni á Eyjunni er pennaglaður maður og skrifar jafnan líka færslur á Facebook sem vekja athygli, umræðu og/eða kátínu, eða allt í senn. 

Excel bókhald um heimilishaldið

Brynjar segir þau hjónin taka þær leiðbeiningar sem þau fá frá þessum jafnréttisfrömuðum svo alvarlega að þau haldi excel bókhald um allt heimilishaldið. „Hver keypti inn og eldaði matinn, gekk frá eftir matinn, skúraði, þvoði bílinn og svo framvegis. Meira að segja skráð hvort hafði frumkvæði að ástarleikjum og hvort lagði meira á sig í leiknum,“ segir Brynjar. 

Færsla hans verður því að öllum líkindum að falla í þriðja flokkinn, það er að henni sé ætlað að vekja kátínu meðal vina hans á samfélagsmiðlinum.

„Þrátt fyrir þetta verður stundum ágreiningur um hvort skráningar séu alveg réttar og nákvæmar og hversu vel verkin voru unnin. Til að leysa þann ágreining teljum við Soffía nauðsynlegt að komið verði á einhverri eftirlitsstofnun á vegum ríkisins og sjálfstæðri úrskurðarnefnd til að leysa úr ágreiningi. Heimilisverkin eru nefnilega ekki einkamál hjóna og sambúðarfólks heldur spurnig um í hvers konar samfélagi viljum við búa.“

Brynjar segir starf Þorsteins kynjafræðings mikilvægt en vanmetið og spyr hvort við viljum ekki öll réttlæti og sanngirni? „Frelsi og ábyrgð einstaklingsins á hér auðvitað ekkert við. Við sem samfélag verðum að tryggja réttlæti og sanngirni í heimilisverkum eins og öðru. Óskiljanlegt að löggjafinn hafi ekki sett heildstæða löggjöf um heimilisverk með tilheyrandi eftirliti og þungum viðurlögum við öllum brotum.“

Það er eiginlega synd að Brynjar hafi ekki lagt slíkt frumvarp fram á Alþingi þau níu ár sem hann sat á þingi. Þá þyrftu hjón og sambúðarfólk ekki að eyða tíma og orku í að rífast yfir hver eigi að ryksuga, elda eða baða börnin og gætu nýtt tímann frekar í ástarleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“