Pósturinn og vefsíðan 1111.is sameina krafta sína fyrir Singles day, eða dag einhleypra sem er þann 11. nóvember. Landsmenn bíða þessa dags með nokkurri eftirvæntingu og margir nota tækifærið og versla allar jólagjafirnar sitjandi í sófanum heima.
Vefurinn 1111.is veitir yfirlit yfir fjöldamargar verslanir sem bjóða viðskiptavinum sérstakan afslátt í tilefni dagsins. Pósturinn tekur svo við keflinu og kemur pökkum og pinklum fljótt og örugglega til kaupenda.Brynja Dan heldur úti síðunni 1111.is en hún var með þeim fyrstu til að kynna Singles day fyrir okkur Íslendingum. „Við erum að gera þetta í níunda skiptið svo það er komin ágætis reynsla á þetta. Þetta er stærsti tilboðsdagur ársins og hefur verið síðastliðin ár. Sömu fyrirtækin skrá sig á vefinn okkar ár eftir ár því 1111.is er oft fyrst stoppið hjá viðskiptavinum þennan dag. En við tökum vel á móti þeim fyrirtækjum sem vilja bætast í hópinn. Þess má geta að það er enn hægt að skrá fyrirtækið á 1111.is.“
Í póstboxið um miðja nótt Pósturinn tekur þátt í fjörinu eins og undanfarin ár. Pökkum verður dreift hringinn í kringum landið, í póstbox, á pósthús eða alveg heim að dyrum. ,,Flestir velja póstboxið í næsta nágrenni því þá getur fólk sótt pakkana sína þegar því hentar. Sumir vilja heldur fá heimsendingu og við verðum á fleygiferð um bæinn þessa daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins. „ ,,Margir gera kjarakaup á degi einhleypra, spara sér sporin með því að versla á netinu og fá svo pakkann í póstboxið í hverfinu. Einhverjir læðast jafnvel út um miðja nótt til að sækja pakkann sem bíður þar þolinmóður eftir eiganda sínum,“ segir Vilborg ennfremur.