Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Celta Vigo, varð brjálaður í gær í leik liðsins gegn Sevilla á heimavelli.
Viðureigninni lauk með 1-1 jafntefli en Aspas lagði upp mark Celta í fyrri hálfleiknum.
Celta virtist ætla að fá tækifæri til að hirða öll þrjú stigin í uppbótartíma er dómarinn dæmdi vítaspyrnu.
Eftir að hafa skoðað atvikið í VAR ákváðu dómarar að taka þá ákvörðun til baka og var ekkert dæmt að lokum sem kom í raun mörgum á óvart.
Aspas var ekki inná er sú ákvörðun var tekin en hann fór af velli á 69. mínútu en jöfnunarmark Sevilla var skorað á þeirri 84.
Aspas er svo sannarlega enginn aðdáandi VAR og ákvað að ýta við skjánum sem féll til jarðar og á hann líklega á von á refsingu.
Myndband af þessu má sjá hér.
Iago Aspas has had enough of VAR 😡👀
— CentreGoals. (@centregoals) November 4, 2023