Raphael Varane, leikmaður Manchester United, gæti óvænt verið á förum frá félaginu strax í janúar.
Frá þessu greinir TeamTalk en Varane kom til Man Utd fyrir tveimur árum og hefur síðan þá verið lykilmaður.
Lið í Sádi Arabíu eru að horfa til Varane og er talið líklegt að tilboð muni berast í janúarglugganum.
Varane hefur verið að glíma við töluverð meiðsli í Manchester og eru líkur á að enska stórliðið sé opið fyrir því að selja.
Um er að ræða þrítugan varnarmann sem gerði garðinn frægan með Real Madrid til margra ára.