Treyjan sem Sir Bobby Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United og Englands, lék í á HM 1966 er nú á uppboði og mun seljast fyrir risaupphæð.
Frá þessu greina enskir miðlar en útlit er fyrir að treyjan verði seld fyrir 17 milljónir króna eða í kringum 100 þúsund pund.
Charlton lést á dögunum 86 ára gamall en hann átti gríðarlega farsælan feril sem atvinnumaður.
Treyjan umtalaða var notuð í undanúrslitaleik gegn Portúgal á HM 1966 en Charlton skoraði þar bæði mörk Englands í 2-1 sigri.
Uppboðið hefst þann 14. nóvember næstkomandi og er búist við að hún seljist á allt að 17 milljónir króna.