Það eru margir sem muna eftir miðjumanninum Marouane Fellaini sem gerði garðinn frægan á Englandi.
Fellaini er 35 ára gamall í dag en hann hefur undanfarin fimm ár spilað í Kína.
Fyrir það lék Belginn með Everton og Manchester United og var þá einnig hluti af enska landsliðinu.
Nú er greint frá því að Fellaini sé að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril en þjálfari Shandong Taishan virtist staðfesta þær fréttir í viðtali við blaðamenn.
,,Mér þykir þetta leitt en ég virði hans ákvörðun að hætta. Hann er frábær leikmaður,“ sagði Choi Kang-hee, þjálfari liðsins, fyrir lokaleik deildarinnar í Kína.
Fellaini lék alls 137 leiki í Kína og skoraði í þeim 50 mörk sem er frábær árangur fyrir miðjumann.