Upp úr kl. 5 í morgun jókst skjálftavirkni við Eldvörp, stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð og reið hann yfir rétt fyrir kl. 6 í morgun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Segir að yfir 130 skjálftar hafi mælst síðasta klukkutímann en skeytið var sent laust fyrir kl. hálfsjö. Skjálftarnir eru staðsettir á þriggja til fimm km dýpi. Hafa skjáltarnir fundist víða á Reykjanesskaganum og upp í Akranes.
Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu en búast má við áframhaldandi skjálftavirkni.