Atalanta 1 – 2 Inter
0-1 Hakan Calhanoglu(’40, víti)
0-2 Lautaro Martinez(’57)
1-2 Gianluca Scamacca(’61)
Það ætlar ekkert að stöðva lið Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni en liðið vann frábæran útisigur í kvöld.
Um var að ræða erfiðan útileik gegn Atalanta og fagnaði toppliðið 2-1 sigri að lokum.
Inter er með 28 stig eftir 11 umferðir og er tíu stigum á undan Juventus sem situr í öðru sætinu.
Inter hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu en Atalanta var að tapa sinni fjórðu viðureign.