fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Miklar umferðartafir við endimörk Hafnarfjarðar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. nóvember 2023 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísir greinir frá því að stór lögregluaðgerð standi yfir í Hafnarfirði. Mikil umferðarteppa sé á svæðinu.

Umferð frá Keflavík til Reykjavíkur sé beint í gegnum Ásvelli og umferð í átt að Keflavík frá Reykjavík sömu leið. Töluverður viðbúnaður sé á svæðinu. Þar séu sjúkra- og lögreglubílar auk sérsveitabíla og miklar tafir á umferð.

Samkvæmt upplýsingum sem Vísir segist hafa fengið frá lögreglu er ekki grunur um að neitt saknæmt eigi sér stað.

Uppfært:

Opnað var fyrir umferð á ný rétt upp úr klukkan 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe