Það eru margir spenntir fyrir lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal heimsækir Newcastle á St. James’ Park.
Um er að ræða tvö skemmtileg lið en Newcastle er fyrir leikinn með 17 stig, sjö stigum á eftir Arsenal.
Newcastle kemur sjóðandi heitt til leiks en liðið vann Manchester United 3-0 í deildabikarnum í vikunni á meðan Arsenal tapaði gegn West Ham.
Hér má sjá byrjunarliðin í Newcastle.
Newcastle Utd: Pope, Trippier, Lascelles, Schar, Burn, Guimaraes, Longstaff, Joelinton, Almiron, Wilson, Gordon
Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Tomiyasu, Rice, Jorginho, Havertz, Saka, Nketiah, Martinelli