Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Fulham fékk Manchester United í heimsókn á Craven Cottage.
Það var hart barist í þessari viðureign en alls fóru sjö gul spjöld á loft er eitt mark var skorað.
Allt stefndi í markalaust jafntefli í London en gestirnir frá Manchester komust yfir í uppbótartíma seinni hálfleiks.
Fyrirliðí Man Utd, Bruno Fernandes, sá um að tryggja sínu liði stigin þrjú og um leið sjötta sigur liðsins í vetur.
Man Utd er með 18 stig í sjötta sætinu og er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.
Hér má sjá sigurmark Fernandes í leiknum.
Bruno Fernandes late goal for Manchester United #FULMUN
— Høj (@HojlundPR) November 4, 2023