Bojan, fyrrum undrabarn Barcelona, segir að ungir knattspyrnumenn græði ekki á því að líta upp til goðsagna á borð við Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Það þarf ekki að kynna Messi og Ronaldo fyrir neinum en um er að ræða tvo af bestu knattspyrnumönnum sögunnar og hafa þeir báðir átt magnaðan feril.
Bojan telur þó að það sé ekki heilbrigt fyrir unga leikmenn að horfa á þessa leikmenn sem sína fyrirmynd og nefnir tvo aðra leikmenn sem hafa þurft að þjást og berjast á sínum ferli.
,,Messi, Ronaldo eða Rafael Nadal eru ekki venjuleg dæmi, þeir geta ekki verið fyrirmynd yngri kynslóðarinnar,“ sagði Bojan.
,,Svona árangur gerist ekki bara við einhvern, það gerist bara hjá þeim. Það er hægt að skoða árangur á mismunandi hátt.“
,,Að mínu mati þá er Sergio Canales farsæll atvinumaður því hann hefur slitið krossband þrisvar sinnum en komst stamt í landsliðið. Joselu komst til Real Madrid 33 ára gamall. Þetta sýnir árangur.“