fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Varð fyrir hrottalegri árás ásamt leikmönnum sínum – ,,Hann var heppinn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. nóvember 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabio Grosso, þjálfari Lyon, varð fyrir árás í síðasta mánuði frá stuðningsmönnum Marseille fyrir leik liðanna í Ligue 1.

Stuðningsmenn Marseille köstuðu grjóti í átt að liðsrútu Lyon sem varð til þess að þessum stórslag var frestað.

Grosso varð fyrir slæmum meiðslum í þessari árás en hann var fluttur á sjúkrahús og þurfti á mikilli aðhlynningu að halda.

Fyrrum liðsfélagi Grosso, Gennaro Gattuso, segir að landi sinn hafi að lokum sloppið vel þar sem hann missti ekki annað augað.

Það þurfti að sauma 16 spor í andlit Grosso sem er talinn hafa fengið flösku í höfuðið á meðan árásin átti sér stað.

,,Fabio Grosso hefði getað tapað öðru auganu. Við ræddum saman eftir atvikið en hann var þá á leið á æfingu,“ sagði Gattuso.

,,Mér þykir leitt að þetta hafi átt sér stað, við þekkjumst vel og áttum góðan tíma saman á vellinum.“

,,Ég ræddi við Fabio um hversu heppinn hann var því ef þetta hefði farið í augað á honum þá væri hann sjónlaus. Hann var heppinn að lokum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Í gær

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
433Sport
Í gær

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist