Gary O’Neil, þjálfari Wolves, hefur verið ansi ósáttur með dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
O’Neil bendir á það að þremur dómurum hafi verið refsað fyrir frammistöðu sína með flautuna í leikjum síns liðs.
Anthony Taylor er nýjasta dæmið en hann var sendur í Championship-deildina um helgina og sér um Preston á móti Coventry.
O’Neil vill að dómgæslan í úrvalsdeildinni batni og það sem fyrst en hlutirnir hafa ekki beint fallið með hans liði á tímabilinu.
,,Anthony Taylor mun dæma í næst efstu deild þessa helgi – það eru þá þrír dómarar sem hafa fallið eftir dómgæslu í okkar leik,“ sagði O’Neil.
,,Þessir menn þurfa að passa sig þegar þeir dæma leiki Wolves eða þú verður sendur í Championship-deildina viku seinna.“
,,Ég hef aldrei fengið afsökunarbeiðni og vil ekki fá neina, það hjálpar ekki en vonandi bæta þeir sig í sínu starfi.“