Það er allt útlit fyrir að Sir Jim Ratcliffe muni á næstunni eignast 25% hlut í Manchester United. Mun hann ráðast í hinar ýmsu framkvæmdir.
Ratcliffe vann kapphlaupið við Katarann Sheikh Jassim sem vildi eignast félagið í heild. Sem fyrr segir eigngast Englendingurinn aðeins hluta.
Talið er að hlutur Ratcliffe verði í heild um einn og hálfur milljarður.
Mirror segir frá því að hann sjái fyrir sér að setja 245 milljónir punda í innviði félagsins.
Ekki veitir af en mikið hefur verið rætt um ástandið á æfingasvæðinu og Old Trafford.
Búist er við að Ratcliffe eignist hlutinn fyrir áramót.